Í gær var haldið upp á hið árlega Snjóball í Northeastern og var þetta í annað skiptið sem ballið er haldið (einhvern tíma verða hefðir að byrja). Ballið var haldið á Marriott hótelinu hér í Boston og var borðhald með 1000 manns. Maturinn var bara furðugóður en það sem kannski setti svolítið út á borðhaldið var þegar verið var að borða aðalréttinn og skipt var um tónlistarstefnu. Tónlistin hafði verið svona oldies lög í næstum því midi útgáfu en samt ekki, ekkert frábært en ekkert sem ögrar. Svo allt í einu var skipt yfir í þetta líka þvílíka hiphop án texta reyndar og gaf það tóninn fyrir kvöldið og dansinn síðar meir. Þeir sem höfðu aldur til gátu fengið sér áfenga drykki en staðsetningin á þeim bar var ekki beint í alfaraleið og þurfti maður að sýna lögreglu skilríki áður en maður fór inn og drykkina þurfti að klára áður en herbergið var yfirgefið. Soldið spes en svona eru Bandaríkin.
Nokkur dansspor voru tekin og gerðist ég meira að segja svo frægur að taka grænd dansinn fræga (þjóðardans bandaríkjamanna) við ameríska stúlku sem vatt sér upp að mér og vildi endilega kenna mér þann dans. Það varð nú ekkert meira úr því, ef fólk var að velta því fyrir sér.
Rétt fyrir miðnætti ákváðum við, svala fólkið, að kíkja eitthvað annað og úr varð að við fórum á stað sem heitir Whiskey Park og þar hanga leikmenn Boston Celtics og svona (þeir ættu kannski að sleppa því þar sem þeim gengur afleitlega í deildinni en það er önnur saga). Þar var temmileg röð en "kynningarfulltrúinn", Inga, reddaði málunum með að segja að hún væri publicist og væri með fjóra ítali með sér (jei ég fékk að vera ítalskur í smá tíma) og við fórum framfyrir alla í röðinni. Svo var farið heim eftir lokun. Helvíti fínt kvöld að baki.
Þar sem ég er latur þá hef ég ekki enn sett myndir á myndasíðuna frá kvöldinu en þeir sem hafa facebook geta séð þær. Ég læt þó eina fylgja af kynningarfulltrúanum þar sem hún sýnir talsvert attitúd.
Nokkur dansspor voru tekin og gerðist ég meira að segja svo frægur að taka grænd dansinn fræga (þjóðardans bandaríkjamanna) við ameríska stúlku sem vatt sér upp að mér og vildi endilega kenna mér þann dans. Það varð nú ekkert meira úr því, ef fólk var að velta því fyrir sér.
Rétt fyrir miðnætti ákváðum við, svala fólkið, að kíkja eitthvað annað og úr varð að við fórum á stað sem heitir Whiskey Park og þar hanga leikmenn Boston Celtics og svona (þeir ættu kannski að sleppa því þar sem þeim gengur afleitlega í deildinni en það er önnur saga). Þar var temmileg röð en "kynningarfulltrúinn", Inga, reddaði málunum með að segja að hún væri publicist og væri með fjóra ítali með sér (jei ég fékk að vera ítalskur í smá tíma) og við fórum framfyrir alla í röðinni. Svo var farið heim eftir lokun. Helvíti fínt kvöld að baki.
Þar sem ég er latur þá hef ég ekki enn sett myndir á myndasíðuna frá kvöldinu en þeir sem hafa facebook geta séð þær. Ég læt þó eina fylgja af kynningarfulltrúanum þar sem hún sýnir talsvert attitúd.