A site about nothing...

þriðjudagur, október 03, 2006

It's crunch time

Shit, var að uppgötva að það eru einungis 13 dagar þangað til ég tek mitt fyrsta midterm próf. Nú gildir að fara að læra eins og mófó og reyna að massa midtermin því þau þónokkuð af lokaeinkuninni. Að því er ég best veit þá fer ég bara í tvö, ég held að lélegi kennarinn minn geti ekki prófað okkur í neinu því hann hefur voða lítið kennt okkur so far. En það er tilhlökkunarefni líka framundan því eftir 17 daga, held ég, er förinni heitið til Seattle að berja goðið augum. Hann er búinn að lofa mér þvílíkri dagskrá þannig að ég er farinn að hlakka til. Honum vil ég tileinka þetta lag, því þetta er svona lag sem hann fílar. Það heitir I Swear og er með The Rushes. Það var Sara sem hjálpaði mér að finna það einhvern tíma í maí á þessu ári eftir mikla leit að minni hálfu og fær hún bestu þakkir fyrir fundvísina.

Maður er kannski soldið seinn í þessu en ég þekki þrjár manneskjur sem áttu afmæli núna á allra síðustu dögum. Fyrst ber að nefna móður mína sem átti merkisafmæli og kaus að fagna því í Tyrklandi með vinkonum sínum. Svo er það systir mín sem átti afmæli í dag, annan okt, og svo er það góðvinkona mín hún Anna Regína en hún kaus einmitt líka að dvelja erlendis á afmælisdeginum. Til hamingju allar :)

Á afmælisdegi móður minnar, 30. sept, þá héldum ég og Vanni partý og þetta var sko fjölmennt partý. Allra þjóða kvikindi létu sjá sig en mest var þó af íslendingum. Þegar mest var þá mátti finna fólk frá; Íslandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Kanada og Spáni. Svo gott var partýið að fólk fór eftir að gestgjafarnir voru báðir sofnaðir.