A site about nothing...

mánudagur, apríl 11, 2005

Kláraði eitt fag á önninni í dag þegar ég skilaði inn seinasta skriflega verkefninu. Þetta er náttúrulega mjög hentugt þegar geðveikin í öðrum fögum fer að hrannast upp. Adios tjáning og samskipti.
Ligg upp i rúmi og veit ekki hvað ég á að blogga um svo þetta blogg verði ekki minnsta blogg Íslandssögunnar. Gæti bloggað um hnéð á mér sem hefur verið til vandræða seinustu tvær eða þrjár vikur en virðist núna vera að lagast, 7, 9, 13. Þá get ég farið að gera lappaæfingar aftur í world class. Eða ég gæti bloggað um spenning minn fyrir ferðinni út í vor, en ég hef svo oft gert það áður þannig að ég sleppi því.