Hnéblogg
Menn báðu um þetta og því verður bloggað um þetta. Þannig er mál með vexti að fyrir svona þremur vikum fór ég að finna til í hnénu á mér af einhverjum ástæðum sem eru mér ókunnugar. Kannski tók maður svona hrikalega á því í klassanum að hnéð ákvað að kvarta, ég veit ekki, en allaveganna þá var það ansi slæmt. Ég fann til í hnénu þegar ég labbaði en ákvað samt að láta reyna á það í fótboltanum á miðvikudagskvöldum í sömu viku. Það var ekki sniðugt!. Hnéð versnaði ef eitthvað var, því ég var í sífellu að bomba á markið úr öftustu línu, þar sem ég var markmaður vegna þess að ég vildi ekki reyna á hnéð of mikið með hlaupum. Ekki alveg klárasti gaurinn á svæðinu. Jæja líður vika og hnéð er aðeins farið að sýna batamerki þegar ég fer aftur í fótbolta á miðvikudagskveldi. Við erum eitthvað að bíða eftir einhverjum og ég tek skot á markið og fann hvernig hnéð fór í sama ástand og það hafði verið í fyrir svona viku. Ég spilaði þó allan tímann en hnéð var ekki gott. Svo í seinustu viku ákvað ég að vera klár strákur og sleppa fótboltanum auk þess sem ef ég fór að æfa gerði ég engar lappaæfingar. Þetta er greinilega að bera árangur þar sem hnéð virðist vera betra, sjö níu þrettán. T.d. í gær gat ég tekið fótaæfingu án þess að finna mikið fyrir því en ég hef ekki enn látið reyna á hnéð með hlaupum síðan það varð betra. Nú er stóra spurningin hvort ég eigi að reyna á það á morgun.
Það var orðið löngu tímabært að bæta Einari "Odda" Odds inn á tenglalistann og er það nú gjört. Kíkið á kallinn. Og ekki má gleyma Ara Björns, hann er líka mættur á svæðið.
Menn báðu um þetta og því verður bloggað um þetta. Þannig er mál með vexti að fyrir svona þremur vikum fór ég að finna til í hnénu á mér af einhverjum ástæðum sem eru mér ókunnugar. Kannski tók maður svona hrikalega á því í klassanum að hnéð ákvað að kvarta, ég veit ekki, en allaveganna þá var það ansi slæmt. Ég fann til í hnénu þegar ég labbaði en ákvað samt að láta reyna á það í fótboltanum á miðvikudagskvöldum í sömu viku. Það var ekki sniðugt!. Hnéð versnaði ef eitthvað var, því ég var í sífellu að bomba á markið úr öftustu línu, þar sem ég var markmaður vegna þess að ég vildi ekki reyna á hnéð of mikið með hlaupum. Ekki alveg klárasti gaurinn á svæðinu. Jæja líður vika og hnéð er aðeins farið að sýna batamerki þegar ég fer aftur í fótbolta á miðvikudagskveldi. Við erum eitthvað að bíða eftir einhverjum og ég tek skot á markið og fann hvernig hnéð fór í sama ástand og það hafði verið í fyrir svona viku. Ég spilaði þó allan tímann en hnéð var ekki gott. Svo í seinustu viku ákvað ég að vera klár strákur og sleppa fótboltanum auk þess sem ef ég fór að æfa gerði ég engar lappaæfingar. Þetta er greinilega að bera árangur þar sem hnéð virðist vera betra, sjö níu þrettán. T.d. í gær gat ég tekið fótaæfingu án þess að finna mikið fyrir því en ég hef ekki enn látið reyna á hnéð með hlaupum síðan það varð betra. Nú er stóra spurningin hvort ég eigi að reyna á það á morgun.
Það var orðið löngu tímabært að bæta Einari "Odda" Odds inn á tenglalistann og er það nú gjört. Kíkið á kallinn. Og ekki má gleyma Ara Björns, hann er líka mættur á svæðið.