A site about nothing...

fimmtudagur, mars 24, 2005

Hvað er málið með þetta Fischer dæmi allt saman. Beinar útsendingar þegar hann lendir á landinu í einkaþotu sem Sigurjón Sighvatsson og Stöð tvö leigðu handa honum, þá væntanlega til að fá einhvern exclusive eða first rights á viðtali við karlinn. Svo er karlinn bara hálfgeðveikur. Vill að Bush og forsetisráðherra Japans annaðhvort sængi hjá hvor öðrum eða séu hengdir. Maður hlýtur að velta fyrir sér, hvað græðum við á því að hýsa Fischer. Ekki mun hann keppa fyrir okkur í skák því hann segir að hún sé dauð og varla mun hann kenna. Ekki sé ég fyrir mér að hann fari að vinna venjulega vinnu heldur. Þetta mál minnir soldið á þegar Keiko kom til landsins og Íslendingar stóðu fyrir frelsun hans. Við erum að einbeita okkur að einhverju sem skiptir frekar litlu máli og ég allaveganna sé ekki mikinn hag í að berjast fyrir. En við fáum jú athygli í heimspressunni, eitthvað sem við viljum alltaf fá.
En nóg um Fischer.
Það líður varla sá dagur í þriðja árs stofunni eða á meðal útskriftarnemenda að ekki sé rætt um útskriftarferðina. Það eru ansi margir orðnir mjög spenntir fyrir ferðinni og þar er ég engin undantekning. Mig hefur alltaf langað að fara til NYC og núna í þessari ferð fæ ég að vera í 7 daga þar sem er algjör snilld. Svo er líka það sem hvað mest er rætt um, sérstaklega ef við erum að borða, hvaða staði við ætlum að prufa úti. Eitt er víst að þessi ferð verður algjör snilld, það liggur við að það skipti ekki máli hvert verði farið, það yrði gaman.