A site about nothing...

mánudagur, febrúar 28, 2005

Í fréttum er þetta helst
Ég var að keyra heim í gær eftir miðnætti. Guns N´Roses í útvarpinu, ég í góðum fíling þar sem ég var rétt ókominn heim. Ég kem upp úr Engidalnum og inn í Norðurbæ Hafnarfjarðar, stutt vegalengd þangað til ég beygji til hægri. Hvað haldið þið? Löggan blikkar á mig sírenunum og stöðvar mig. Ég fæ sekt fyrir umferðarbrot. Stefnir í 15 þúsund kallinn þar, andsk.... helv.... Hefði getað notað peninginn í Ipod í NYC eða eitthvað gáfulegra.
Próftaflan kom í dag og ekki laust við að ég væri spenntur að sjá hvernig þetta myndi raðast upp. Þar sem hermun og þróun hugbúnaðar eru í sama stokk bjóst ég við að þau fög gætu lent á sama degi eða dag eftir dag. Svo kom taflan í dag og jahh ég get farið í 5 daga til útlanda í miðjum prófum þar sem það líða 10 dagar milli næstseinasta prófsins og þess seinasta.Einnig eru hermun og þróun hugbúnaðar ekki samdægurs eða dag eftir dag. En við erum allaveganna öll búin á föstudegi og höfum því helgina til að pakka fyrir ferðina okkar út.
Svo held ég að ég sé að fá endajaxl. Það er einhver pirringur í kjálkanum niðri hægra megin og er búið að vera í nokkra daga. Svo í gær og í dag er ég búinn að vera með svona tilfinningu þarna eins og munnurinn sé skraufþurr þarna. Á tíma hjá tannsa á fimmtudaginn, daginn fyrir árshátíð, en ég býst nú ekki við að endajaxlinn verði rifinn úr þá. Vona það í það minnsta þar sem jú árshátíðin er daginn eftir og ekki gaman að missa af henni.