A site about nothing...

fimmtudagur, mars 17, 2005

Ég er farinn að halda að bíllin minn, rauða þruman, hati mig og sé að reyna að drepa mig, með raflosti. Þannig er mál með vexti að seinustu daga hef ég tekið eftir því að nánast undantekningarlaust þegar ég opna eða loka hurðinni á bílnum að þá fæ ég ansi kröftugan straum komi ég við bílinn. Það má vera að bíllinn sé að þessu þar sem hann er pinu skítugur að innan og hann vilji mótmæla þessu en ég er satt best að segja orðinn pínu hræddur við þetta.
Amma mín er ansi svona impulsive manneskja. Við buðum henni í mat á laugardaginn og það var einhver þáttur um Jónas frá Hriflu í sjónvarpinu sem hún varð að sjá þannig að sjónvarpið var dregið inn í stofu svo amma gæti nú séð restina af þættinum. Eftir þáttinn kom auglýsing fyrir einhvern nýjan þátt sem Hemmi Gunn stjórnar og verður á stöð tvö. Nú er það þannig að allir eldri borgarar dýrka Hemma Gunn og Gísla Martein og þannig er þessu líka farið með ömmu mína. Þegar hún sá auglýsinguna sagði hún, að hún ætlaði nú aldeilis að fá sér stöð tvö svo hún gæti séð þennan nýja þátt. Svo spurði hún okkur hvað það kostaði á mánuði að fá sér stöð tvö og þegar við sögðum henni að það væri svona 4200kr á mánuði dró hún í land og sagðist ekkert þurfa að sjá þennan þátt.