Hún er mögnuð tæknin nú til dags. Að geta náð í nýjustu þættina úti daginn eftir að þeir eru sýndir og horft á er helvíti magnað finnst mér. T.d. er einn þáttur sem ég er temmilega dottinn inn i, The O.C.. Nú eru eflaust margir sem hneykslast á mér en þetta eru samt fínir þættir til að drepa tima og horfa á. Þetta er svona Beverly Hills 21. aldarinnar, nema með betri tónlist. Það er einn helsti styrkleikur þáttarins, tónlistin. Gaurinn sem sér um þættina er víst mikið fyrir að kynna nýjar hljómsveitir og meðal annars hefur hann spilað Leaves og Bang Gang í þáttunum. Núna er ég að horfa á aðra seríu og fjölmargir þættir hafa verið þar sem hljómsveit spilar live og þá erum við ekki að tala um eitthvað skíta-handboltarokkbönd. Bönd eins og Modest Mouse, The Killers og The Walkmen hafa öll spilað í þættinum og svo heyrir maður þar fyrir utan allskonar mjög góða tónlist.
Svo sakar ekki að allar konurnar þarna eru frekar fine, en það er aukaatriði.
Svo sakar ekki að allar konurnar þarna eru frekar fine, en það er aukaatriði.