A site about nothing...

þriðjudagur, mars 15, 2005

Brjáluð vonbrigði í dag. Fór í blóðprufu í morgun og byrjað var á því að mæla hæð mína og þyngd. Þyngdin kom ekki á óvart þar sem ég mæli mig alltaf í World Class en ég minnkaði um heila 4cm miðað við það sem ég hélt ég væri! Ég hef staðið í þeirri trú að ég væri góðir 175cm en nei, ég er bara 171cm tittur. Svo til að niðurlægja mig enn meira þá var stungið nál í handlegginn á mér og ég sagður með há kollvik, en enginn skalli sást þó. Spurning hvort ég drífi mig bara ekki að panta hárígræðslu og tíma í rússneskri lengingu til að ná þessum fjórum cm aftur.
Svo fór ég á heimasíðu blóðbankans í dag og þar voru svona ýmis hint um hverjir mega gefa blóð og hvað skal forðast eftir blóðgjöf og þar var sagt að ekki væri mælt með líkamsrækt sama dag og blóðgjöf er. En þar sem ég lifi á brúninni þá ætla ég nú bara samt að fara í líkamsrækt.
Og svona að lokum langar mig til að deila með ykkur að í gærkveldi var fyrsta skiptið í meira en viku sem ég kom ekki heim eftir klukkan 24 úr skólanum. Þess í stað fór ég í heitu pottana í Laugardalslauginni og svo í gufu í Worldclass og það var asskolli magnað.