A site about nothing...

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ætlaði ekki að nenna í vísó í gær en fegin að ég fór. Var mjög gaman hjá Mastercard og ennþá skemmtilegra á Pravda þar sem var heilmikið tjúttað. Það var almenn stemmning á þriðja árs liðinu þegar tónlistin byrjaði að duna og ýmislegt gerðist og nóg var til að fylgjast með. Ég var kominn heim svona um tvö eftir gott djamm og mér leið eins og ég hefði verið að hlaupa í WorldClass því bolurinn minn var rennblautur.
Ef einhver er til í það með mér að borga með John O´Shea burt frá United endilega að hafa samband. Mér fannst hann hræðilegur í leiknum sem ég sá í dag. Maðurinn gat varla sent boltann frá sér og boltinn var mjög oft unninn af honum þar sem hann var að dóla.