A site about nothing...

mánudagur, mars 14, 2005

Ég var alveg handviss um að örbloggið myndi vekja lukku og fólk myndi kommenta sem aldrei fyrr, en það er orðið greinilegt, það les enginn þetta blogg lengur. Ég skil það svosem alveg. Leiðinlegar færslur og langt á milli þeirra. Spurning hvort maður þurfi að rífa sig upp af rassgatinu?
Lífið er ósanngjarnt. Ég held að ég hafi ekki upplifað jafnmikið álag á einni önn og á þessari en samt er ég í fagi eins og tjáningu og samskiptum. Svo skilst mér að umbygg sé bara að bora í nefið því það er ekkert að gera hjá þeim. Það eina sem þau virðast allaveganna vera að gera er að safna auglýsingum enda kominn yfir fjórar milljónir og tek ég ofan hattinn minn fyrir þeim, ef ég væri með hatt það er að segja.
Í öðrum fréttum er það að frétta að virtasta fótboltasíða landsins Sammarinn.tk hefur beðið mig um að vera gestapenna á síðunni. Ég tók vitaskuld vel í það og er að malla saman grein í hausnum á mér til að fleygja þarna inn.
Hljómsveitin Arcade fire er good shit sem ég mæli með að fólk athugi og læt ég það vera lokaorð að sinni.