Operation birthday girl
Afmæli Hiddu var haldið heima hjá henni í gærkvöldi og var mjög gaman þar. Fyrir afmælið var mikið tilstand við að græja afmælisgjöfina hennar. Ákveðið var að gefa henni plakat af sjálfri sér og nota til þess forrit sem heitir "The Rasterbator" og gerir myndir sem fólk upload-ar að punktum og séð úr fjarlægð þá mynda punktarnir mynd, þið vonandi skiljið hvað ég á við. Hægt er að hafa myndirnar mjög stórar og þá prentast út hluti af heildarmyndinni á A4 blað og svo mynda þessi A4 blöð alla myndina. Nú þurfti að finna mynd og fannst besta myndin frá fáránleikunum. Ég síðan vann myndina í photoshop nokkrar útgáfur sem ég svo bar undir vel valda aðila. Þegar við höfðum komið okkur um útgáfu þá notuðum við hið stórgóða forrit paint og teiknuðum kórónu og bættum við olnboga því það var eitthvað fyrir olnboganum á Hiddu. Svo notuðum við heimasíðuna og forritið þar og fengum út pdf skjal sem innihélt þær 36 blaðsíður sem myndin þakti og var 170cm á hæð og 120cm á breidd. Svo þurfti að setja blaðsíðurnar saman og passa sig að allt passaði rétt og svo að plasta þetta með bókaplasti, sem var án vafa erfiðasti hlutinn. Auk þessa plakats keyptum við 4 bækur, 350 stofublóm, tantra fyrir elskendur, hvalið við ísland og 100 réttir frá miðjarðarhafslöndum. Einnig keyptum við borvél, verkfærakassa, bora, vinnuhjálm, klaufhamar og eitthvað fleira. Svo í afmælinu sjálfu þá þurftum við að koma þessu upp án þess að hún sæi. Þá fór operation birthday girl í gang. Við náðum í allar gjafirnar út í bíl og Dabbi kom með plakatið. Svo fóru Sigurjón og Gunni inn með gjafirnar inn í eldhús þar sem búið var að safna öllum saman, á meðan ég og Dabbi fórum í gegnum hliðarherbergi inn í stofu og hengdum upp plakatið. Svo þegar við birtumst í eldhúsinu þá vissi Sigurjón að það væri í lagi að fara inn í stofu og þá var farið þangað þar sem plakatið þakti nú einn vegg. Semsagt þetta tókst allt mjög vel upp og Hidda mjög ánægð.
Myndir koma bráðum á myndasíðuna mína og þar var ég að taka laumumyndirnar á meðan Sigurjón sá um að búa til hlutverk sem fólk átti að leika og tók svo myndir af. Öflugt teymi hér á ferð.
Afmæli Hiddu var haldið heima hjá henni í gærkvöldi og var mjög gaman þar. Fyrir afmælið var mikið tilstand við að græja afmælisgjöfina hennar. Ákveðið var að gefa henni plakat af sjálfri sér og nota til þess forrit sem heitir "The Rasterbator" og gerir myndir sem fólk upload-ar að punktum og séð úr fjarlægð þá mynda punktarnir mynd, þið vonandi skiljið hvað ég á við. Hægt er að hafa myndirnar mjög stórar og þá prentast út hluti af heildarmyndinni á A4 blað og svo mynda þessi A4 blöð alla myndina. Nú þurfti að finna mynd og fannst besta myndin frá fáránleikunum. Ég síðan vann myndina í photoshop nokkrar útgáfur sem ég svo bar undir vel valda aðila. Þegar við höfðum komið okkur um útgáfu þá notuðum við hið stórgóða forrit paint og teiknuðum kórónu og bættum við olnboga því það var eitthvað fyrir olnboganum á Hiddu. Svo notuðum við heimasíðuna og forritið þar og fengum út pdf skjal sem innihélt þær 36 blaðsíður sem myndin þakti og var 170cm á hæð og 120cm á breidd. Svo þurfti að setja blaðsíðurnar saman og passa sig að allt passaði rétt og svo að plasta þetta með bókaplasti, sem var án vafa erfiðasti hlutinn. Auk þessa plakats keyptum við 4 bækur, 350 stofublóm, tantra fyrir elskendur, hvalið við ísland og 100 réttir frá miðjarðarhafslöndum. Einnig keyptum við borvél, verkfærakassa, bora, vinnuhjálm, klaufhamar og eitthvað fleira. Svo í afmælinu sjálfu þá þurftum við að koma þessu upp án þess að hún sæi. Þá fór operation birthday girl í gang. Við náðum í allar gjafirnar út í bíl og Dabbi kom með plakatið. Svo fóru Sigurjón og Gunni inn með gjafirnar inn í eldhús þar sem búið var að safna öllum saman, á meðan ég og Dabbi fórum í gegnum hliðarherbergi inn í stofu og hengdum upp plakatið. Svo þegar við birtumst í eldhúsinu þá vissi Sigurjón að það væri í lagi að fara inn í stofu og þá var farið þangað þar sem plakatið þakti nú einn vegg. Semsagt þetta tókst allt mjög vel upp og Hidda mjög ánægð.
Myndir koma bráðum á myndasíðuna mína og þar var ég að taka laumumyndirnar á meðan Sigurjón sá um að búa til hlutverk sem fólk átti að leika og tók svo myndir af. Öflugt teymi hér á ferð.