A site about nothing...

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Auglýsingasöfnun er núna í fullum gangi og núna þegar þetta er skrifað eru allir sem fara í ferðina búnir að græða 6000 kall. Ég og Sigurjón fórum í dag í auglýsingaleit og byrjuðum fyrir hádegi. Fyrsta stopp var arkitektarstofa niðri í miðbæ og því þurftum við að leggja í stöðumælastæði. Þar tókst okkur að læsa lyklana inni í bílnum, gott start það. Svo fengum við ekki auglýsingu þannig að þetta var fýluferð en Addi Ingi og Hildur voru bjargvættir og redduðu okkur aukalyklum sem voru heima hjá Sigurjóni þannig að við gátum haldið áfram. Svo fórum við í fyrirtæki sem við vorum búnir að hafa samband við í seinustu viku en bættum líka við ef við fundum eitthvað á leiðinni. Árangurinn var sá að nokkrir voru áhugasamir og ætluðu að skoða þetta betur og svo seldum við eina auglýsingu. Hana keypti fyrrum eðlis og efnafræðikennari okkar í MR og við teljum að hann hafi bara gert það því við fórum á svæðið og töluðum við hann. Svo þegar við komum til baka þá beið mín póstur þar sem ÍSOR sagðist vilja kaupa auglýsingu líka. Þannig að núna er ég búinn að safna auglýsingum fyrir aðeins meira en hundrað þúsund, sem er takmark sem við reynum að ná. Þ.e. ef allir ná að selja fyrir hundrað þúsund þá fáum við um 70 þúsund á mann fyrir blaðið. Við náum eflaust ekki sömu hæðum og bygginging en þetta lítur aðeins betur út en fyrir viku.