A site about nothing...

mánudagur, mars 28, 2005

Það er fáranlega niðurdrepandi að vera blankur. Ég er mjög blankur um þessar mundir og helgast það kanski helst til af því að ég er að fara í útskriftarferð, sem ég er reyndar búinn að safna mér fyrir en ég fæ ekki allan peninginn strax. Svo hjálpaði nú ekki til að klessa bílinn fyrir jól og tapa 80000 kalli þar, eða 7500 kalli í hraðasekt núna nýverið. En svona eru víst námsárin, er maður ekki alltaf fáránlega blankur á þeim?
Páskarnir liðnir svo gott sem og lítið gert. Reyndar horði ég á alla fyrstu seríu af arrested development sem eru snilldarþættir sem er reyndar ekki byrjað að sýna hér á landi. Svo lærði ég eitthvað og fór í World Class, en kíkti lítið á djammið. Fór reyndar aðeins út á laugardagskvöldið með Tuma, Kenneth og Atla þar sem við fórum meðal annars á Rósenberg, stað sem ég hef aldrei komið á, Tumi spilaði þar á píanóið við mikinn fögnuð og við hittum Ara Tómasson á Rósenberg. Maður er ekki jafnduglegur og margir sem maður þekkir sem tóku, miðvikudag, föstudag og sunnudag á þetta.
Nú kæmi mér ekki á óvart að næsta geðveika törn myndi byrja. Stutt í próf og öll stærri verkefni fara að nálgast svona til að hafa þetta skemmtilegt fyrir okkur. En maður tæklar það bara og hlakkar til 5 daga frísins í miðjum prófum.