Gleymdi að ég ætlaði að blogga um XFM. Þó svo það hafi verið slæmt að missa Skonrokk þá var ekkert svo slæmt að missa X-ið því XFM er miklu betri stöð. X-ið var alltaf með einhvern playlista þar sem eitthvað helvítis handboltarokk reið rækjum alla daga og þurfti maður ekki að hlusta í langan tíma til að heyra sömu lögin aftur og aftur. Þetta helgast kanski af því að Skífan er innan Norðuljóssamstæðunnar, held ég alveg örugglega, sem einmitt átti X-ið og Skonrokk, og þeir hafa væntanlega viljað promote-a því nýja efni sem þeir voru að fá, með því einmitt að spila það á X-inu. Þetta tel ég alveg trúanlega skýringu, gæti verið eitthvað annað sem kemur inn í þetta. En á XFM þá virðist ekki vera playlisti og það er allt annað að hlusta á hana heldur en X-ið. T.d. á laugardaginn var ég á plötusmíðanámskeiði í Borgarholtsskóla frá 8 til svona hálffimm um daginn og það var hvert klassalagið á fætur öðru spilað. Vonandi mun það haldast þannig að stöðin verði ekki drifin áfram af einhverjum playlista, heldur verði gott mix af gömlum og góðum í bland við ný, allt eftir smekki þáttastjórnandans.
mánudagur, febrúar 07, 2005
|
<< Home