Þegar við vorum að koma í kvöld frá American Style þar sem við snæddum saman, ég, Addi Hjartars, Addi Ingi og Ingi Sturla, ákváðum við að stofna matarklúbb sem hefur það markmið í náms og útskriftarferðinni að prufa allskonar veitingastaði úti í bandaríkjunum. Ætli það sé ekki aðallega verið að líta til morgunverðarins enda nægt úrvalið í bandaríkjunum. Ég held að það verði ansi massíft. Gunni og Sjonni komu líka með okkur að borða og við ræddum um fyrirhugaða ferð. Það er mikill spenningur komin í fólk og þetta er mikið talað um, hvað skuli gera og fleira slíkt. Það er pottþétt að þetta verður snilldarferð, enda skipulagði ég hana.
    
    
    
    
  
  mánudagur, febrúar 07, 2005
	
 | 
	<< Home
    
    
  
  
  
