Jæja maður er bara duglegur í blogginu eins og allir sjá. Reyndar á þetta sér skýringu. Það er bara geðveikt mikið að gerast í skólanum og maður rétt svo nær að halda sér á floti þannig að maður er svosem að gera ekkert skemmtilegt á meðan, eða frásagnarhæft. En allaveganna þá held ég að sé orðinn ástfanginn. Nú rekið þið eflaust upp stór augu, hver gæti það verið sem Óttar er ástfanginn af? Jú það er hún Elisha Cuthbert, betur þekkt sem Kim úr 24. Ég var að horfa á Girl next door, sem er ekki slæm kvikmynd, og þá fyrst uppgötvaði þvílík bomba stelpan er. Það streymir frá henni sexappíl og maður sogast inn og verður hugfanginn. Ég nánast slefaði í hverju atriði sem hún var í og ég veit um fleiri sem gerðu slíkt hið sama. Þetta er rosalegt gott fólk. Nú er bara að flytja til Hollywood, losa mig við kærastann hennar sem er eitthvað fífl sem lék í myndinni Stand by me í den og ná í þessa klassadömu.
Fín vísó annars í gær í Kauphöllina, stuttur fyrirlestur og meira af því að spjalla við þá sem fóru í ferðina. Eftir ferðina fórum ég, Ingi Sturla og Guðbjörg á Subbarann og fengum okkur aðeins að borða áður en við fórum í partý úti á Nesi sem stelpa á fyrsta árinu hélt og bauð öllum í vísindaferðina. Þar var í boði veitingar, ostar, vínber, kaka, kampavín, hákarl og brennivín. Maður hefur aldrei séð annað eins bara. Fór þó reyndar snemma heim enda plötusmíðanámskeið núna í morgun sem byrjaði klukkan 8 um morguninn. Addi Hjartar fékk viðurnafnið letinginn eftir daginn þar sem hann nennti ekki að mæta fyrr en 11 þar sem hann var að lesa einhverja bók langt fram eftir nóttu, Addi Ingi fékk viðurnefnið byttan fyrir að fara á fyllerí í gær og mæta ekki fyrr en klukkan 2 um daginn.
Fín vísó annars í gær í Kauphöllina, stuttur fyrirlestur og meira af því að spjalla við þá sem fóru í ferðina. Eftir ferðina fórum ég, Ingi Sturla og Guðbjörg á Subbarann og fengum okkur aðeins að borða áður en við fórum í partý úti á Nesi sem stelpa á fyrsta árinu hélt og bauð öllum í vísindaferðina. Þar var í boði veitingar, ostar, vínber, kaka, kampavín, hákarl og brennivín. Maður hefur aldrei séð annað eins bara. Fór þó reyndar snemma heim enda plötusmíðanámskeið núna í morgun sem byrjaði klukkan 8 um morguninn. Addi Hjartar fékk viðurnafnið letinginn eftir daginn þar sem hann nennti ekki að mæta fyrr en 11 þar sem hann var að lesa einhverja bók langt fram eftir nóttu, Addi Ingi fékk viðurnefnið byttan fyrir að fara á fyllerí í gær og mæta ekki fyrr en klukkan 2 um daginn.