A site about nothing...

mánudagur, janúar 31, 2005

Frekar pökkuð helgi hjá mér. Tvö partý, annað á föstudaginn og hitt á laugardaginn. Það er nú ansi langt síðan það var helgi þar sem ég fór í tvö partý skal ég ykkur að segja. Föstudagspartýið var innflutningspartý hjá Kidda og laugardagspartýið var annars árs partý sem mér var boðið í, heima hjá Önnu Regínu. Fín partý bæði. Fór reyndar bara í bæinn á laugardeginum og það var svo andskoti troðið og raðir allstaðar að ég entist ekkert sérlega lengi.
Í gær á vafri mínu um veraldarvefinn rakst ég á link á b2.is þar sem kom fram listi yfir þá staði og dagsetningar sem U2 munu halda tónleika á árinu. Haldið þið ekki að einn staðanna hafi verið Madison Square Garden, laugardaginn 21. maí, en þá erum við einmitt í námsferðinni okkar þar. Ég sendi póst á allt liðið og benti þeim á þetta og í morgun fórum við að ræða hvort við ættum að reyna að redda miðum. Sala byrjaði klukkan 2 um daginn að íslenskum tíma og frá því er ég kom í skólann og til 2 um daginn var ég að vinna í þessu. Tala við fólk athuga hvort það vildi koma og svo hvernig hægt væri að nálgast miða. Ég og Hildigunnur vorum í þessu og náðum að fá alla til að samþykkja að þeir myndu fara ef við fengjum miða, enda ódýrustu sætin á 54 dollara og svo þau dýrustu á 169 dollara, einnig voru einhver sæti á verði þarna á milli. Okkur datt í hug að hringja í einhverja svona group sales í Madison Square Garden klukkan 2 en þá kom í ljós að þeir gátu ekki selt okkur miða svoleiðis. Einnig var eitthvað af fólki sem beið eftir að byrjað yrði að selja online og um leið og það gerðist reyndu að nálgast miða. En því miður gekk ekkert og við líklega misstum af tækifærinu. Þetta er frekar súrt í broti því við reyndum að fá miða alveg um leið og þeir fóru á sölu en allt kom fyrir ekki. Þannig að við verðum líklega að gera eitthvað annað í NYC 21. maí.
Fór síðar um daginn svo á plötusmíðanámskeið sem mun taka góðan part af þessari viku, eða alls um 21 klst í það heila skilst mér. Þannig er mál með vexti að maður útskrifast ekki nema að hafa tekið rennismíðanámskeið, sem var í fyrra og svo þetta plötusmíðanámskeið. Fyrsta námskeiðið byrjaði semsagt í dag með maraþon tíma frá 16 til 22, svo er líka á morgun og á laugardaginn og eitthvað í næstu viku líka. En þetta er samt ágætt finnst mér, erum að smíða verkfærakassa, svona old skúl.