A site about nothing...

sunnudagur, apríl 18, 2004

Sá sem verður númer 10.000 á að tilkynna það í commenta kerfinu. Kanski fær hann einhver verðlaun ég á hreinlega bara eftir að ákveða það.
Nýtti mér tilboð sem háskólanemum stóð til boða í gær og fór að sjá Starsky og Hutch í háskólabíó fyrir einungis 300 krónur. Ágætis mynd þar á ferð og nokkrir nettir brandarar en ekki mynd sem maður á að sjá í bíói, betra að leigja hana bara.
Greiningarhelgin mikla eins og þessi helgi heitir í námsplaninu fór fyrir lítið. Stóran hluta af föstudeginum og laugardeginum varði ég á námskeiði í Vörustjórnun sem er hluti af Framleiðsla og tæknibúnaður í skólanum. Ég var fyrirfram búinn að dæma þetta sem leiðindi en þetta reyndist furðu áhugavert og ég ætla að skoða þetta betur varðandi það að fara í masterinn. Einnig hef ég verið að skoða háskólann í Lundi því hann er einn af topp 3 skólum í iðnaðarverkfræði í svíþjóð sagði gestafyrirlesarinn okkur og þar er þvílíkt úrval af leiðum til að mastera í, jafnvel meira en í DTU. Mig hefur lengi langað til að búa í Danmörku og bjóst lengi við að fara í DTU en Lundur er ekki nema 40km frá Köben þannig að maður getur haft "open mind" um hann líka. Svo er Lundur 90.000 manna bær þar sem 33.000 eru háskólanemar, fáránlegt hlutfall.