A site about nothing...

laugardagur, apríl 24, 2004

Alltaf gleðilegt að þurfa að eyða laugardagskveldi í húsakynnum VRII. Er þar einmitt núna í nestispásu áður en ég tek mig til og læri í eina 3 tíma eða svo.
Nú þegar það eru próf að skella á þá er nauðsynlegt að hafa nóg af síðum að skoða, því maður á það til að taka sér pásur. Því vil ég biðja ykkur lesendur góðir að kommenta hvaða síður sé skemmtilegt að skoða, svona þegar maður tekur pásur frá lærdómnum.
Hörmulegur leikur í dag. Lifrarpollurinn fékk víti sem Gneville gaf þeim innpakkað og Murphy Brown skoraði. Lið United var algjörlega andlaust í dag og gæti maður jafnvel sagt að það hafi verið andlega fjarverandi, í það minnsta sumir. Ronaldo, sem verður betri og betri með hverjum leiknum sem hann spilar, var sá eini sem var að skapa eitthvað og var virkilega sprækur allan fyrri hálfleikinn og eitthvað fram í seinni hálfleik. Þá fór Lifrarpollurinn meira að tvídekka hann þannig að hann sást minna. Spurning hvort það sé möguleiki á öðru sætinu? Allaveganna verður það ekki ef liðið ætlar að halda áfram þessari lélegu spilamennsku.