A site about nothing...

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Fékk mér ekki fyrir svo löngu forrit í tölvuna sem gerir mér kleyft að taka upp lög í gegnum míkrafón. Þetta upptökuforrit hefur þrjár rásir sem er ekki mikið enda um demó útgáfu að ræða. Svo þegar maður er búinn að taka eitthvað upp í gegnum míkrafóninn þá getur maður skellt á þetta effectum og svoleiðis og leikið sér aðeins með þetta. Í kvöld bjó ég til lag svona bara aðeins að leika mér þar sem ég tók upp allskonar hljóð og skellti í þetta lag. Lagið er semsagt gert úr, gítar, mér að slá trommutakt með hönd á annað lærið og plastflösku á hitt, gítarinn minn sem ásláttarhljóðfæri þar sem ég nota puttana, penni að renna yfir lyklaborð og penni að slá í glas, útkomuna má heyra hér. Þetta er 25 sekúndna langt og er því ekki stór fæll.