A site about nothing...

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Náttúruhamfarir
Bróðir minn hringdi í mig í kvöld, þar sem ég var á Þjóðarbókhlöðunni og sagði mér að koma heim með sundgleraugu. Ég varð frekar hvumsa og mundi ekkert eftir því að vera með nein sundgleraugu og spurði hann hvað hann meinti. Þá tjáði hann mér frá því að inni á heimili okkar væru staddir slökkviliðsmenn, lögreglumenn og tryggingamenn því flætt hefði inn í íbúðina okkar og þeirri við hliðina á. Ég hugsaði strax um tölvuna mína sem stendur á gólfinu eða gítarinn minn sem er vanur að vera líka á gólfinu inni í stofu, en sem betur fer var lokað inn til mín og gítarinn var í sófanum. Reyndar fór víst vatnið ekkert nálægt herberginu mínu því svo virðist vera sem einhver halli sé á gólffletinum. Svo þegar ég kem heim núna áðan er allt á tjá og tundri, og mætti halda að maður væri staddur á vindasamasta stað á jarðríki, því það eru einhver svona tæki hérna sem eru að þurrka gólfið og munu verða á í alla nótt, mömmu minni eflaust til mikillar mæðu því hún sefur soldið laust. Það var lán í óláni að mamma og bróðir minn skyldu vera heima því annars hefði getað farið miklu verr.