A site about nothing...

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

var að skoða bloggið hans páls heimissonar og rakst á þetta. Maður gæti ætlað að Páll Heimisson ynni við að selja hluti eða eitthvað þannig, eða skrifaði jafnvel svona um bækur eða myndbönd eða eitthvað. Hérna er hann að lýsa nýjustu uppgötvun sinni á fólki í bloggheimum, grípum aðeins niðrí þetta:

Albína stendur alltaf fyrir sínu. Hér hjá mínum fyrrverandi MR-kórfélaga má lesa um svaðalegar djammferðir og svo daglegt líf þessa fornleifafræðinema. Alveg must að fyrir alla sem vilja vita hvernig þeir eiga að bera sig að á djamminu.

ekki er verri lýsingin á gunnari páli:

Gunni Palli Kakólandsmaður með meiru er alltaf málefnalegur á sínu bloggi. Hér líkt og á Skólafélagsvefnum (amk. þegar við vorum í 6. bekk) skrifar hann áhugaverða pistla um málefni sem eru í deiglunni og varða okkur miklu. Aðallega um BNA og stríðsrekstur þeirra. Málefnalegt og skemmtilegt blogg hjá manni sem hefur gríðarmikla þekkingu á fjölmörgum málefnum.

Að lokum er það einhver manneskja sem ég kannast ekkert við en ennþá er palli að selja:

Valborg er með mér í lögfræði og því kom skemmtilega á óvart að hún skyldi blogga. Systir hennar hún Herdís var í 5. bekk þegar ég var í 3. bekk og var einmitt einn af verzlunarstjórum Guðjóns en ég vann einmitt í honum alla mánudagsmorgna í 3. bekk. Valborg er harður hægrisinni og lætur gamminn geysa um hvað eina sem henni dettur í hug. Skemmtilegt blogg hjá manneskju sem er óhrædd við að viðra skoðanir sínar.