A site about nothing...

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Mesta vinnan þessa vikuna er að gera 2 stykki brýr fyrir keppni sem er á föstudaginn. Brýr þessar mega ekki vera þyngri en 65gr, verða að vera úr balsaviði, spanna 50cm haf og ætlast er til að þær þoli 200N. Upphaflegt takmark okkar drengja, sem auk mín eru Sjonni, Fjalli og Gunni, var að búa til eina og brjóta hana svo til að sjá hvernig þetta funkerar. Þegar á leið fór okkur að þykja vænt um þá brú sem ber heitið Bogi, því hún hefur boga sem á að gera eitthvað gott. Ekki var mikið reiknað út, svo sem eins og álag og þessháttar heldur meira pælt og allt styrkt til andskotans. Hin brúin er fallega brúin okkar og þvílík meistarasmíð er hún, hún heitir Böðvar og gerum við okkur von um að hún muni þola meira en Bogi. Í gær kláruðum við svo gott sem Boga og fórum með hana á Select að láta vikta hana á svona nammivog. Reyndist Bogi vera 68gr sem voru þvílík vonbrigði. Þannig að við tókum til við að snyrta allt af henni sem við gátum losað og þegar ég mældi hana í gærkveldi á gamaldags vog þá reyndist hún vera um 55g.
Nú er spurningin hvort við höfum komið upp um svindl hjá Select. Því það sem við snyrtum af brúnni hefur í mesta lagi verið svona 9gr. Ætli vogin hjá Select sé þeim í hag???

Hvet alla til að skrifa undir þessa áskorun, Muzik.is er það besta sem hefur komið fram á íslenskum ljósvakamiðli lengi og ég vil ekki sjá hana breytast í eitthvað Radio-x númer 2. Hér er krækjan:
http://www.batman.is/ut/11687