A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Djöfull er ljúft að eiga ekki allt eftir á föstudegi. Föstudagar eru vanalega þannig að maður á eftir kanski skiladæmi í 1-2 fögum og klára eitthvað dæmi í öðru. Annað af þessum fögum er alltaf Autocad og helgin fer vanalega í það. Reyndar er Autocad eftir fyrir morgundaginn en maður er byrjaður aðeins. Svo er nóg að gera um helgina. Maður þarf helst að byggja eitt stykki brú, klára eina eðlisfræðiskýrslu, byrja helst á einhverjum heimadæmum eða læra fyrir prófið. Ætli maður muni sofna á árshátíðinni næsta föstudag vegna þreytu? vonandi ekki.

The Bachelor var áðan og ég horfði á hann. Hann sendi heim Angelu sem var ein mesta gellan sem eftir var af þeim 4. Ein þeirra heitir Gwen og hún er einhvern veginn með svona samanþjappað andlit, voðalega fyndið finnst mér, með mjög hátt enni. Allt í lagi falleg en ekki mín týpa. Af þeim sem eftir eru held ég með Helene, hún er svona mín týpa af þeim sem eftir eru, brúnhærð og svona.