A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Í kvöld var síðasti fundur brúarsmiða og var lögð lokahönd á Boga og Böðvar. Þeir líta núna allþokkalega út, þó er Böðvar soldið meira fyrir augað og virkar meira traustvekjandi. Brýrnar eru eins pakkaðar og má vera, alveg um 65g. Svo á morgun er bara að bíða og sjá. Til að fagna því að búið væri að smíða brýrnar var ákveðið að horfa á The Bachelor. Núna voru þrjár stúlkur eftir en einungis tvær rósir!!!. Brúarsmiðir skiptust í tvennt í afskoðun sinni um hverja þeir vildu fá áfram. Ég og Fjalarr vildum fá Helene áfram en Gunni og Sjonni vildu Brooke
Mér og Fjalarri til mikils léttis var Helene valin fyrst og gátum við því andað léttar. Spennan var rafmögnuð, Gunni og Sjonni lögðust á bæn, fiðrildi flögruðu i maganum á þeim. Yrði þeirra stúlka skilin eftir??
Þeim til mikils léttis var svo ekki þannig að nú er það bara barátta.

Ég komst að því í dag eftir samtal mitt við Martin að hann og Tumi bjuggu til brú sem er samblanda af Boga og Böðvari, ekki slæm blanda það. Svo í kvöld þegar ég hitti Tuma var mér tjáð að hún heitir Bender.