A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Nostalgía
Fyrir um það bil ári var magnað kvöld. Dagurinn var árshátíðardagur Framtíðarinnar, síðasta árshátíð 1982 árgangsins. Þrjú ár á undan höfðu allir farið út að borða á einhvern stað en þetta árið ákváðu drengirnir að elda fyrir liðið. Matseðill var ákveðinn og hljómaði hann svona. Það sem á boðstólnum var: Heilsteiktar nautalundir með rjómasveppapiparsósu, pastaréttur a lá Kiddi (pasta með rjómaostasósu, skinku minnir mig og fleira gúmmúlaði) og Chicken Fajitas. Með þessu var boðið upp á rauðvín og gos fyrir þá sem það vildu. Eldað var heima hjá Heiðu Njólu og komu strákarnir fyrst til hennar og tekið var til við að elda. Svo hægt og rólega mættu gestirnir. Heiðursgestir kvöldsins voru Elías Ólafsson, Elli eðlisfræðikennari og Helgi Ingólfsson. Nú eru allir mættir og við að elda og við erum nottla ekki professional kokkar þannig við vissum ekki alveg hvenær ætti að byrja elda hvað til að þetta yrði allt tilbúið á sama tíma. Þetta virtist vera að stefna í eitthvað klúður en fyrir einhverja guðlega forsjón þá varð allt tilbúið á nánast sama tíma og við gátum borið matinn fram. Maturinn bragðaðist einkar ljúffengt og fengum við strákarnir mikið hrós fyrir. Höfðu Helgi og Elli að orði að ef við féllum um vorið þá gætum við tekið upp eldamennsku. Þetta var svo ótrúlega magnað kvöld að það gleymist seint, miklu skemmtilegra heldur en að fara á einhvern veitingastað og borga einhvern temmilegan pening fyrir mat sem gæti verið lítið skammtaður og ekki allir vildu. Svo var þetta líka mjög ódýrt því hver nemandi borgaði 2000kr og í því var allur matur og rúta á ballið.

Fór í dag í Smáralindina að horfa á Gettu Betur með Önna. Það var frekar fámennt af MR-ingum enda árshátíð í dag og vissi ég um bekki sem áttu pantað borð klukkan 5 eða um það leyti því þeir voru of seinir að panta sér borð. Svo horfði maður bara á keppnina og hún var ágætasta skemmtun. Þó finnst mér eitt skrýtið að hafa keppnina í Smáralindinni, maður hefði haldið að það væri temmileg truflun að hafa mikið af fólki og svoleiðis, krakka gargandi og eitthvað þannig dæmi.