A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

The pain
Ég og Tommi fórum að lyfta í gær í íþróttahúsi Háskólans. Tommi var svona að sýna mér hvaða æfingar væru góðar og svona og svo gerði ég þær og tók bara ágætlega á. Það er nú langt síðan ég var að lyfta eitthvað síðast þannig að maður bjóst við jafnvel einhverjum harðsperrum. Svo um daginn í gær fann ég svona slæd fyrir því að ég hafði verið að lyfta og bjóst nú ekki við að þetta yrði mikið meira. Svo um nóttina vakna ég útaf því að ég var með svo hrikalegar harðsperrur að ég gat varla rétt úr vinstri höndinni en náði nú samt að sofna aftur. Svo í morgun þegar ég var að koma mér af stað þá var hvert verk svona tíu sinnum erfiðara en venjulega. Ég gat ekki rétt alveg úr vinstri höndinni, eða teygt hendurnar aftur fyrir mig. Sem gerði það að verkum að mjög erfitt var að komast í úlpuna og núna þegar ég sit hérna á bókhlöðunni úr henni. Þetta eru eflaust einhverjar mestu harðsperrur sem ég hef fengið. Reyndar man ég eftir öðru skipti þar sem ég fékk meiri harðsperrur en þá hafði ég verið rotaður með lyfjum og daginn eftir aðgerðina þá vaknaði ég með harðsperrur allstaðar í líkamanum. Það var ekki vöðvi í líkamanum sem fann ekki til. Mig minnir að ég hafi verið með harðsperrur í stóru tánni, svo mikið fann ég til.