A site about nothing...

mánudagur, febrúar 10, 2003

Tölvur geta verið meira helvítis vesenið. Um helgina þurfti ég að starta tölvunni til að ná í einhver gögn sem ég ætlaði svo að nota uppi í skóla. Tölvan fer ekki í gang. Ég reyni að átta mig í fljótu bragði hvað gæti verið að. Ég útiloka strax að rafmagnið sé farið því ég var með loftljósið kveikt, en ég finn ekkert sem gæti verið að. Þannig að ég þurfti að fara í skólann án gagnanna og þegar ég kem heim held ég áfram að rannsaka þetta. Ég aðgæti aftur allar rafmagnssnúrur, opna tölvukassann og aðgæti öll tengi og ekkert virðist vera að. Ég prufa að setja aðra rafmagnssnúru í en ekkert gerist. Svo þegar ég ýtti 2-3 í röð á start takkann þá kemur hár hvellur og það byrjar að rjúka úr tölvunni. Jíbbí. Sem betur fer var þetta ekkert alvarlegt og ég gat skipt um stykkið sem sprakk. En þetta var samt mjög leiðinlegt, ég hefði alveg viljað gera eitthvað annað við 4000þús krónurnar sem fóru í að laga þetta.
En þess má einmitt til gamans geta að mér hefur líka tekist að láta kveikja í tölvu. Þá var ég ungur og óreyndur í svona tölvumálum, þ.e. að setja inn nýja hluti og þannig og setti vitlausa snúru í eitthvað. Það skiptir engum togum að þegar ég starta tölvunni þá byrjar bara að rjúka úr kaplinum. Ég náttúrulega rýk til og ríf rafmagnsnúruna úr sambandi og blæs á eldinn, hann var ekki það mikill. Þá lærði ég mikla lexíu og hef ekki kveikt í tölvu síðan þá með einhverju fikti. Þess má einnig til gamans geta að ég notaði þennan kapal áfram og ekkert var að.