A site about nothing...

laugardagur, febrúar 08, 2003

Fyrir meira en viku sótti ég um lykilorð í íslendingabók, vinsælasta vefsvæði íslendinga um þessar mundir, og nú fyrir helgi kom loksins lykilorðið. Þar sem ekkert er net heima hjá mér hef ég ekki getað skoðað þetta svæði, en ég hef haft nasasjón af því hjá öðrum. Mér finnst þetta vera þvílíkt gott framtak. Ég man að þegar ég var svona í 5.bekk í grunnskóla þá var mikill ættfræðiáhugi hjá okkur krökkunum. Að sjá hverjir væru frændur og frænkur og þessháttar. Þá hefði verið gott að hafa þetta forrit.

Ég verð að segja að mér finnst eitt soldið fáránlegt þarna í USA, það er reyndar meira sem er fáránlegt en ég ætla bara að tiltaka eitt, og það er sjónvarpsefni. Nú þykir ekki mikið mál í þáttum framleiddum í USA að fólk sé lamið, barið og drepið, en að það sjáist brjóst kvenna eða kynlíf eða eitthvað þessháttar það þykir mikið mál. Mér finnst þessi forgangsröðun soldið skrýtin. Það hlýtur hver maður að sjá að allt þetta ofbeldi sem sýnt er í sjónvarpinu þarna úti hafi áhrif á krakkana sem horfa á þetta, þau gera sér ekki oft grein fyrir því hvað sé satt og hvað sé leikið og herma eftir. Enda er mikið að í USA, börn eru að fara í skólann sinn vopnað einhverjum brjáluðum rifflum og alsjálvirkum vopnum og dúndra niður félaga sína. En tilhvers er verið að vernda börn svona mikið við því að sjá eitthvað sem er svo eðlilegt, t.d. brjóst og kynlíf og þessháttar? Ég hreinlega held að það fari ekki illa með þau að sjá þessa hluti því þetta er miklu eðlilegri hlutir en t.d. ofbeldi. Hvort ofbeldisþættirnir eigi að virka sem einhver varnarskjöldur og sýna hversu lífið getur verið rosalegt og erfitt veit ég því miður ekki.