Síðasta mánuðinn eða svo hefur maður verið að fá bréf þar sem er verið að benda manni á að ef maður sendi ekki bréfið áfram til 15-20 hotmail notenda þá muni reikningi manns verða lokað. Fyrstu bréfin voru soldið dodgy og maður var ekki viss hvort þetta væri satt, en sendi þetta samt. Útlit siðasta bréfsins lítur út fyrir að vera the real deal, en ég var að pæla afhverju er ég þá að fá þetta bréf í fwd skilaboðum. Afhverju hefur msn ekki sent mér bréf og sagt mér að þeir séu að gera þetta. Þetta er pottþétt gabb það hlýtur að vera. Og ef ekki, þá er maður bara í vondum málum. En ef þetta er gabb, hvað fær þá fólk til þess að vera blekkja fólk svona. Ætli það sé einhver cookies í þessu sem eru að fylgjast með því hvað maður geri á netinu? Þetta er allt hið furðulegasta mál.
sunnudagur, febrúar 02, 2003
|
<< Home