Búið er að tilkynna hvaða myndir koma til greina til að hljóta óskarsverðlaun. Helst ber að nefna þrjár myndir sem en þær eru The hours með 9, gangs of new york með 10 og Chicago með 13 tilnefningar. Eins og hefur alltaf verið þá er litið soldið framhjá þeim myndum sem koma í upphafi árs. T.d. eiga þessar þrjár myndir það sameiginlegt að hafa allar komið út nú fyrir stuttu og eru því í minnistæðar, ekki man ég hvað kom út fyrir um það bil ári og myndi þarafleiðandi eiga kost á að fá verðlaun. En þó er ein mynd sem mér finnst vera litið yfir og það er Minority Report. Eina tilnefningin sem hún fær er fyrir bestu hljóðeffektana. Ég hefði jafnvel tilnefnt hana sem bestu myndina en eins og áður sagði þá eru það myndirnar sem koma frekar seint sem eru líklegastar til að hljóta þá tilnefningu.
Það sem skiptir miklu máli að mínu mati þegar maður er að velja sér bíl er það að hann sé fljótur að hitna og hafi góðan lappahitara. Ég er nefnilega með svona kerlingarblóðrás og er ansi fótkalt oft á tíðum og því skiptir þessi hlutur miklu máli fyrir mig, þ.e. lappahitarinn. Að bílinn sé fljótur að hitna er eitthvað sem ég held að allir vilji því það er ömurlegt að vera frjósa inni í bílnum þegar þú kemur út fyrst á morgnana. Það liggur stundum við að það sé kaldara inni í bílnum heldur en úti. Þannig að þetta eru tveir mikilvægir þættir. Svo er brjálaður plús ef græjurnar eru góðar, svo að maður geti nú hækkað aðeins í þeim og fílað sig. Alla þessa þrjá hluti hefur bílinn minn og telst því lúxuskerra.
Djöfull er það óþolandi að vera í lokuðum skóm allan daginn. Mér byrjar oft að hitna á löppunum og ef maður situr í tíma þá er það sure aðferð að maður sofni, því ef manni er kalt á útlimum þá eru minni líkur á að maður sofni, finnst mér. Svo vill maður ekki fara úr skónum því þá gýs upp táfýla dauðans og það eru allir orðnir svo miklar teprur í dag að það þolir ekki táfýlulykt og maður vill ekki fá á sig orð fyrir að vera einhver táfýlugaur. En annars reyni ég alltaf að fara úr skónum ef tækifæri gefst til þess, þá líður mér bara svo miklu betur.
Það sem skiptir miklu máli að mínu mati þegar maður er að velja sér bíl er það að hann sé fljótur að hitna og hafi góðan lappahitara. Ég er nefnilega með svona kerlingarblóðrás og er ansi fótkalt oft á tíðum og því skiptir þessi hlutur miklu máli fyrir mig, þ.e. lappahitarinn. Að bílinn sé fljótur að hitna er eitthvað sem ég held að allir vilji því það er ömurlegt að vera frjósa inni í bílnum þegar þú kemur út fyrst á morgnana. Það liggur stundum við að það sé kaldara inni í bílnum heldur en úti. Þannig að þetta eru tveir mikilvægir þættir. Svo er brjálaður plús ef græjurnar eru góðar, svo að maður geti nú hækkað aðeins í þeim og fílað sig. Alla þessa þrjá hluti hefur bílinn minn og telst því lúxuskerra.
Djöfull er það óþolandi að vera í lokuðum skóm allan daginn. Mér byrjar oft að hitna á löppunum og ef maður situr í tíma þá er það sure aðferð að maður sofni, því ef manni er kalt á útlimum þá eru minni líkur á að maður sofni, finnst mér. Svo vill maður ekki fara úr skónum því þá gýs upp táfýla dauðans og það eru allir orðnir svo miklar teprur í dag að það þolir ekki táfýlulykt og maður vill ekki fá á sig orð fyrir að vera einhver táfýlugaur. En annars reyni ég alltaf að fara úr skónum ef tækifæri gefst til þess, þá líður mér bara svo miklu betur.