A site about nothing...

mánudagur, nóvember 11, 2002

Eftir að náunginn hafði illilega svikið mig, þá fór ég bara og náði í Demóið af leiknum, það verður að duga í bili, a.m.k. fram að jólum. Ég hefði eflaust líka orðið hooked á leiknum, hætt að læra og bara farið í rugl.

Ég hef alltaf verið aðdáandi Survivor, finnast þeir fín skemmtun. Helst vil ég sjá seríuna frá byrjun svona til að kynnast liðinu sem er að taka þátt og sjá þróunina. En í þessari seríu er eitthvað nýtt að gerast, ég eiginlega fylgist ekkert mikið með. Það eru svo mikið af algjörum Yahoos, sem útleggst á íslensku sem vitleysingar, að maður hefur eiginlega lítið gaman af því að sjá þetta. Kannski skánar þetta þegar nær dregur endinum, það kemur bara í ljós. Í það minnsta vona ég það. Eitt samt sem maður tekur eftir í þessum þáttum að þetta virðist vera ókeypis líkamsrækt. Flestir sem fara verða geðveikt vel vaxnir, eða missa uppí tugi kílóa. Svo er nú ekki verra ef maður vinnur, þá fær maður milljón kall dollara og bíl. Ég bíð bara eftir Survivor Iceland. En þá verða væntanlega engar gellur, stripplandi um hálfnaktar, heldur allir í Kraftgalla, líklega uppi á jökli..

Ég hafði rangt fyrir mér, kosing á sjónvarpsmanni ársins fór algjörlega fram á netinu, engin furða að hann Sveppi vann. Maður ætti kanski bara að fara að glápa á 70 mín og sjá manninn in action. Nei annars þá held ég að ég sleppi því, læri bara frekar.