A site about nothing...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Álfastrákarnir í Sigurrós munu gefa út nýja plötu að ég held 25. júní og miðað við þeirra fyrri verk þá verður áhugavert að heyra hvað þeir gera í þetta skiptið. Eftirfarandi myndband gefur kannski tóninn um það hvernig platan er. Lagið er "hressara" og styttra en vanalegt Sigurrósar lag og verður því gaman að sjá hvort hin lögin fylgi þessu styttra, poppaðra formati.

Myndbandið sjálft er síðan áhugavert. Þarna má sjá nakið fólk hlaupa um og í leik og passar það mjög vel við stemmninguna sem er í laginu. Þó svo nekt sé í fyrirrúmi þá er þetta allt saman mjög smekklegt að mínu mati og passar mjög vel við lagið. Hins vegar þá er auðvitað búið að banna myndbandið á youtube því við vitum jú öll hversu skaðleg áhrif það hefur á okkur að sjá nakinn mannslíkama, sérstaklega þegar hann er ekki í neinu erótískara en úti að hlaupa og leika sér. Miklu "betra" er auðvitað að sjá öll myndböndin á youtube þar sem fólk er að slást og meiðast, jafnvel drepið, það hefur ekki skaðleg áhrif á okkur.