... og þar með lauk fríinu. Já, í dag, nákvæmlega tveimur mánuðum og einum degi eftir að ég steig upp í flugvélina sem flutti mig heim frá Boston, skrifaði ég undir samning um að ganga til liðs við Landsbankann og kíkja aðeins á Áhættustýringuna hjá þeim. Þetta er eitthvað sem ég hlakka til að takast á við og ég held að verði mjög skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Núna þarf ég bara að vinna úr veikindunum sem eru að hellast yfir mig, er búinn að vera frískur allt fríið en svo þegar maður er alveg að fara að byrja á nýjum stað ÞÁ þarf maður auðvitað að verða eitthvað slappur. Dæmigert.
þriðjudagur, febrúar 19, 2008
|
<< Home