A site about nothing...

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Morgunblaðið í dag á hrós skilið fyrir vandaða og mikla umfjöllun um hið hræðilega slys sem átti sér stað í Munchen fyrir 50 árum þegar leikmenn Manchester United voru á heimleið eftir leik í Evrópukeppninni. Í þessu slysi létust 8 leikmenn United strax og sá níundi lést um tveimur vikum síðar á sjúkrahúsi. Sá var Duncan Edwards sem af öllum sögum sem maður hefur heyrt er einn besti leikmaður sem Englendingar hafa nokkurn tíma átt. Hann var einungis 21 árs gamall þegar hann lést en þrátt fyrir ungan aldur hafði hann afrekað mikið. Hann var til að mynda yngsti leikmaður Englendinga til að spila landsleik þangað til Michael Owen tók við þeim titli. Samkvæmt því sem ég hef lesið gat hann spilað allar stöður á vellinum, var jafnvígur á báða fætur, skotfastur með eindæmum og bjó yfir miklum hraða, leikni og krafti.

Í gærnótt horfði ég á fyrsta þáttinn af nýju seríunni af Lost og ég verð að segja að þetta byrjar ansi vel. Þátturinn var mjög spennandi og ég tel ljóst að fyrst það er búið að ákveða hvenær þetta endar að þá geta þeir farið að einbeita sér að því og vonandi komast hjá því að fara í of mikla vitleysu. Ef fólk vill kíkja á þetta, þá mæli ég með þessari síðu. Þessi síða hefur að geyma linka á flest alla vinsælu þættina sem eru erlendis og hægt er að horfa á þá með því að streyma þeim í tölvuna, fólk þar bara að vera þolinmótt meðan þátturinn hleðst inn.