Það kemur oft fyrir að mér finnst ég hafa "klárað" internetið. Þegar ég segi "klára" þá meina ég að ég er búinn að heimsækja allar þær bloggsíður, fréttasíður, linkasíður, spjallborðssíður og hvað þetta heitir allt saman að minnsta kosti þrisvar yfir daginn. Mbl.is hefur ekki einu sinni við mér að uppfæra og bæta við fréttum, svo oft stundum fer ég inn á hana. Núna hefur vandamálið mitt hinsvegar verið leyst. Stumbleupon er síða sem virkar þannig að þú bætir við tækjastiku við vafrann þinn frá síðunni. Þú byrjar á því að skrá þig og segja hvers konar efni þú vilt "rekast" á. Sniðugt er til að byrja með að nefna sem flest og svo fella út einhverja flokka ef þetta er ekki að gera sig. Svo þegar þessu er lokið og tækjastikann kominn á sinn stað á vafranum þá einfaldlega ýtiru á stumble takkann og þú ert sendur á einhverja heimasíðu sem inniheldur eitthvað tengt þeim áhugasviðum sem þú valdir í upphafi. Svo er hægt að gefa þessu umfjöllun með þumli upp eða þumli niður og ég held að það þrói hvernig viðmótið þitt verði og hvað þér er sýnt í framtíðinni. Einnig er hægt að velja hvort maður vilji bara rekast á vídjó eða myndir eða bara fá alla flóruna.
Í öðrum óspurðum þá fór ég í bíó í kvöld og ég er ekki frá því að ég kom út af sýningunni með a.m.k. 10 fleiri bringuhár. John Rambo er maðurinn!!
Í öðrum óspurðum þá fór ég í bíó í kvöld og ég er ekki frá því að ég kom út af sýningunni með a.m.k. 10 fleiri bringuhár. John Rambo er maðurinn!!