A site about nothing...

fimmtudagur, október 05, 2006

Ameriga

Það er nú margt skondið í ameríkunni og eitt af því er kurteisin í fólki. T.d. á bókasafninu þá er svona suggestion wall þar sem notendur safnsins geta komið með ábendingar. Kerfið virkar þannig að notandinn skrifar eitthvað sem honum finnst betur mætti færa og svo er það prentað, þ.e. ábendingin, ásamt svarinu frá bókasafninu. Ég rakst á þetta í gær og það var mjög skondið að lesa þetta. Fólk var almennt frekar pirrað yfir allskonar hlutum og sumir voru mjög reiðir og létu það í ljós vanalega með að rakka niður safnið á einhvern hátt. Það fyndna var samt svarið sem vanalega var alltaf voða almennilegt og byrjaði á því að þakka fyrir koma með svona góða tillögu (þó svo tillagan hafi verið að rakka niður safnið), þó svo hún hafi alls ekki verið góð.

Annað sem er fyndið eru auglýsingar, sérstaklega fyrir framboð. Hérna er minna gert úr því að upphefja sjálfan sig og meira gert af því að rakka hinn niður. "XXXX said that smoking crack is ok, I'm against it" Svo fylgir vanalega texti í lokin sem segir "payed for by the YYYY for governor fund". Einnig þykir ekki tiltökumál þegar vörur eru auglýstar að rakka keppinautinn. Ein auglýsing frá Quiznos er t.d. með Subway og Quiznos bát hlið við hlið og allir mæra hvernig kjötið flæðir úr Quiznosnum á meðan Subwayinn sé lítill og aumingjalegur. Sjensinn að svona auglýsing yrði leyfð heima. Fyndnustu auglýsingarnar eru samt "heimatilbúnu" auglýsingarnar t.d. frá lögfræðifyrirtækjum, sem eru svo fáránlega illa gerðar og leiknar að það er hreinlega kómískt.

Annars þá sýnist mér stefna í uppreisn gegn kennaranum í einum kúrsinum mínum. Ég hef eflaust minnst á þann kúrs þrisvar hingað til útaf því hvað hann er lélegur. Ég held ég geti án vafa sagt að ég gæti kennt þennan kúrs betur þar sem efnið er að stórum hluta Hagverkfræði auk fleiri fjármálalegra efna. Ég er einmitt á leiðinni að semja eitt stykki bréf og senda yfirmönnum deildarinnar.