A site about nothing...

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Við erum að byrja að safna auglýsingum fyrir Vélabrögð sem er tímarit sem þriðja árs nemar í véla og iðnaðarverkfræði gefa út árlega og er ein helsta tekjulindin í söfnun fyrir náms og útskriftarferð. Ég hjálpaði Þórhildi að finna einhver fyrirtæki fyrir þetta og svo er þessu skipt niður jafnt á fólk og svo byrjum við að betla. Fyrirtækin sem ég fæ eru mörg hver alveg af stærri gerðinni. Hér er listinn:
ræsir
S A V ehf Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofan
s24
sambó
Sameinaða verkfræðistofan ehf
samlíf
Samrás ehf verkfræðistofa
Samskip
SAV-Skipulag Arkitekt og verkfræðistofa
set
sigga og tímó
Sindri
síbs
síminn
Miðað við þennan lista þá er augljóst að ég þarf að standa mig vel, því þarna gætu verið miklir peningar handa okkur.

Þannig er mál með vexti að ég fæ bráðum fartölvu. Og fyrirtækið sem ég á að fá hana frá ætlaði að redda henni í dag en nei eins og svo alltof oft gerist, þá verður hún ekki tilbúinn fyrr en á fimmtudaginn eða jafnvel kanski á föstudag. Svona seinkanir hjá íslenskum fyrirtækjum eru svo fáránlega dæmigerðar að það er hreinlega ekki fyndið. Mér finnst allaveganna að fyrirtæki eiga ekki að vera að lofa einhverju sem þau geta ekki staðið við. Segjast ætla að redda þessu í dag og svo klikkar það og þá þarf ég að bíða í tvo daga. Fáránlegt finnst mér.