A site about nothing...

sunnudagur, janúar 02, 2005

Kvikmyndaannáll 2004
Þegar ég hugsa aftur um árið sem er að líða í kvikmyndun þá er það svona helsta sem stendur upp úr að það var engin Lord of the Rings mynd til að sjá um jólin. Seinustu þrjú jól á undan þessum hafa haft einn kafla í þrílogíunni og því saknar maður svolítið að sjá ekki meira því þetta voru svo góðar myndir.

Hér kemur minn listi yfir 5 bestu myndir ársins.
5. Touching the void
Bresk sviðsett heimildarmynd frá BBC að ég held sem sýnir þegar tveir félagar klifu tind í Andesfjöllum einhverja leið sem nánast enginn hafði lagt í og með naumindum komust niður af tindinum. Myndatakan í myndinni er rosaleg, fáránlega flottar myndir sem maður sér.
4. Kill Bill 2
Er að mínu mati betri en fyrirrennarinn og heilsteyptari mynd. Uma Thurman er fáránlega svöl í myndinni og Darryl Hannah er úberbeib, en það kemur svosem myndinni ekkert við hehe. Eitt skemmtilegasta atriði myndarinnar er þegar við sjáum Umu æfa með masternum sínum með síða skeggið og augabrúnir dauðans, myndatakan algjör snilld.
3. Fahrenheit 9/11
Michael Moore með anti-Bush myndina sína sem er virkilega góð en samt fannst mér að sumir kaflar í henni pössuðu ekki alveg inn í hana. Myndin staðfestir það sem maður veit nokkurnveginn fyrir að Bush er ekki alveg sá klárasti.
2. Saved!
Mynd sem sýnd var á óháðu kvikmyndahátíðinni ef ég man rétt í Háskólabíói. Fjallar um mjög trúað fólk og fólk sem er ekki jafn trúað sem gengur í trúaðan menntaskóla þar sem allt snýst um að biðja og að trúa á guð. Mandy Moore kemur á óvart sem jesúfrík sem er algjör tík og skólastjórinn er svona gaur sem reynir að vera svalur með því að nota slangur eins og Who´s down with G-O-D og fleiri snilldarkomment. Bjóst ekki við miklu af henni en hún kom mér mjög á óvart.
1. Spiderman 2
Besta kvikmynd sem ég hef séð gerða úr teiknimyndasögu. Frá því er ég sá trailerinn fyrir myndina vissi ég að hún yrði góð og hún svo sannarlega stóð undir því. Snilldin á bakvið myndina er söguþráðurinn þar sem Peter Parker þarf að takast á við það hvort hann vilji vera ofurhetja eða bara venjulegur maður. Snilldarmynd.