A site about nothing...

sunnudagur, janúar 16, 2005

Vísindaferð í KB-banka á föstudaginn þar sem fyrirlesturinn voru tveir nemendur sem eru nýloknir við BS nám í skólanum. Annar kemur af stærðfræðibraut og var svona að kynna bankann almennt og rakkaði niður samkeppnisbankana í leiðinni, mjög hressandi fyrirlestur það. Hinn kemur úr verkfræði, nánar tiltekið iðnaðarverkfræði, og var að kynna mastersverkefni sitt sem KB banki styrkir.
Svo átti ég áhugavert samtal í ferðinni. Þannig er mál með vexti að ég og annar strákur sem er í verkfræði eigum alveg eins jakka, rauða jakkann sem ég er vanalega í. Og þessi staðreynd varð kveikjan að spjalli okkar um H&M en þaðan er jakkinn einmitt. Kenning hans er semsagt þannig að ef H&M kæmi til íslands þá yrði það ekki jafn vinsælt því þeir búa til mikið af sömu fötunum og fólk vill ekki eiga eins föt og allir aðrir. Allaveganna veit ég að þetta passar við mig, mér finnst ekkert gaman að eiga eitthvað sem allir eiga. Allaveganna fannst mér þetta ágætis samtal og fín kenning.