Logi Geirsson er einhver sem margir kannast við, þar sem þeir hafa séð hann spila með FH, landsliðinu eða Lemgo. Svo eru margir sem hafa eflaust ákveðnar hugmyndir um hann svosem vegna útlits hans, hvernig hann klæðir sig og fleiri slíkir hlutir. Þannig er mál með vexti að ég þekki Loga frá fornri tíð. Við búum báðir, hann býr reyndar núna í þýskalandi, í norðurbæ Hafnarfjarðar og hann var ekki beint svona skemmtilegasti náunginn til að vera með. Hann stríddi manni og fleira slíkt, sérstaklega þó á barnaskóla aldri og hann þótti oft erfiður í unglingadeildinni í Víðistaðaskóla. En svo virðist vera að það að eldast hafi gert Loga mjög gott. Ég ákvað í forvitni að kíkja á heimasíðu hans og skoða hana aðeins. Eftir að hafa lesið hana þá sýnist mér að Logi sé mjög breyttur maður. Það eru þarna fjórar greinar á síðunni, ein fjallar um markmiðasetningu, önnur um hrós og svo hinar um eitthvað annað og eftir að hafa lesið hana þá held ég að þó svo hann virki soldið steiktur náungi þá sé hann mjög heilsteyptur, allaveganna þá svona breyttist viðhorf mitt til hans ansi mikið eftir að hafa lesið þessar greinar. Eins og sagt er, batnandi manni er best að lifa.
þriðjudagur, janúar 18, 2005
|
<< Home