Ég og Ingi Sturla fórum í dag að keyra út auglýsingar fyrir stoðkennslu sem við þriðja árs nemar í V&I verkfræðinni erum með í grunnskóla og framhaldsskóla í Hafnarfirði. Fyrsta stopp hjá okkur var í Víðistaðaskóla en þar vorum við einmitt báðir í unglingadeild og ég líka í barnadeild. Fyrir ferðina þá sá ég þetta fyrir mér að þegar ég kæmi þá þekkti ég gommu af liði þarna og allir vissu hver ég væri. Það er reyndar búið að breyta skólanum síðan við vorum og komin massíf viðbygging og þangað fórum við inn. Eitthvað vorum við áttavilltir þannig að við spurðum gamlan stærðfræðikennara okkar, Jóhönnu Axelsdóttur til vegar. Við vorum á neðri hæð og hún á efri og Ingi kallaði upp til hennar og sagði: "þú mannst eflaust ekki eftir okkur". Það passaði því hún mundi ekkert eftir okkur og fór ekkert að spjalla við okkur en sagði okkur hvar kennarastofan væri þó, gott hjá henni. Þar spjölluðum við við leiðinlegasta ritarann í allri ferðinni okkar og það lá við að við værum að drepa hana með því að kynna þetta fyrir henni og biðja hana um að koma þessu til skila. Þannig að ég verð að segja að það voru vonbrigði að fara aftur í gamla skólann minn.
Annað var þó skemmtilegra og t.d. var ég að koma í fyrsta skipti inn í nokkra skóla og fékk því að sjá þá betur og svo þekkti ég skólastjórann í einum þeirra, frá því þegar ég æfði fótbolta með FH. Þetta var enginn annar en besti körfuknattleiksdómari Íslands og aðstoðarþjálfari FH, sem kannaðist við andlitið á mér þó svo langt væri síðan hann þjálfaði mig. Það gladdi mitt litla hjarta og vonbrigðin frá því að fara í Víðó hurfu næstum.
Annað var þó skemmtilegra og t.d. var ég að koma í fyrsta skipti inn í nokkra skóla og fékk því að sjá þá betur og svo þekkti ég skólastjórann í einum þeirra, frá því þegar ég æfði fótbolta með FH. Þetta var enginn annar en besti körfuknattleiksdómari Íslands og aðstoðarþjálfari FH, sem kannaðist við andlitið á mér þó svo langt væri síðan hann þjálfaði mig. Það gladdi mitt litla hjarta og vonbrigðin frá því að fara í Víðó hurfu næstum.