A site about nothing...

mánudagur, janúar 03, 2005

Annáll 2004
Þá er röðin komin að þvi að gera venjulegan annál eftir að hafa gert upp bæði kvikmynda og tónlistarárið.

Heiður ársins
Vera valinn miðja ársins hjá Tuma.

Skemmtilegasti viðburður ársins
Ferð mín til Danmerkur að hitta krakkana í DTU og fá þetta geðveika veður sem var þá, snilldarferð út í eitt. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni.

Djamm ársins
Árshátíðin á Hótel Örk var snilld. Höfðum allt hótelið fyrir okkur, partý í nánast hverju herbergi og svo gott ball. Strax farinn að hlakka til næstu árshátíðar.

Vonbrigði ársins
Í sumar að mig minnir var ég kominn með eitthvað sem var algjörlega vonbrigði ársins en ég er búinn að steingleyma því þannig að kanski voru það ekki svo mikil vonbrigði.

Einkunn ársins
Þar sem ég man eiginlega bara það sem gerðist nýlega ætla ég að láta það vera þegar ég fékk 8 í aflfræði, bjóst við að fá svona 5 áður en ég fór í fagið.

Gott ársins
Að drulla mér af stað í World class. Fátt betra en að fara að æfa þegar maður nennir ekki að læra.

Flottasta nylon stúlkan
Klara, enda Hafnfirðingur.

Besti bloggari ársins
Kolbeinn Tumi verður fyrir valinu. Ég verð að segja að ég hafði mest gaman af því að lesa bloggið hans á árinu sem er að líða. En það þýðir ekkert fyrir hann að slá slöku við, ef að hann ætlar að taka þetta aftur fyrir þetta ár.