A site about nothing...

laugardagur, janúar 01, 2005

Tónlistarannáll 2004
Jæja þá er komið að því sem ég tel að allflestir hafa verið að bíða eftir. Þetta er ár sem verður minnst sem ársins þar sem allar hljómsveitirnar, gamlar sem nýjar, komu til landsins og spiluðu fyrir landann. Ég, tónlistarunnanndinn mikli, hef varla farið á jafnfáa tónleika á einu ári. En samt ætli það sé ekki þannig að þetta hafi verið bönd sem ég kanski hef ekki mikið hlustað á, t.d. sugarbabes, pink eða hljómsveitir sem ég fíla alveg en hef ekki hlustað það mikið á, sbr Korn og Placebo. Ég hefði svosem verið til í að fara á Metallica en ekki þýðir að gráta björn bónda. Hinsvegar fór ég á Pixies sem voru sæmilegir. Ég er enginn die hard fan og þekkti því ekki mörg laganna en það var vissulega gaman að heyra slagarana. Svo fór ég á Airwaves og það var öllu skemmtilegra, mikið af nýju og skemmtilegu efni sem ég sá þar.
Svo eru það geisladiskar ársins. Þökk sé systur minni þá var ég með fartölvuna hennar í skólanum og gat því tekið upp fyrri iðju að finna nýja tónlist, niðurhala henni og hlusta í skólanum. Þegar ég geri þennan lista þá stend ég fyrir einni erfiðri ákvörðun, hvort ég eigi að leyfa diskum sem komu út 2003 að vera með, en ég heyrði fyrst í þeim 2004, eða hvort ég eigi að sleppa því, en þar sem einn besti diskurinn sem ég heyrði á þessu ári er frá 2003 ætla ég að leyfa honum að flakka með.

Hér kemur minn listi yfir 5 bestu plötur ársins.
5. The Secret Machines-Now Here is nowhere
Ein af uppgötvunum ársins. Tónlistarblaðið Q gaf mér sem áskrifandi disk yfir það besta árið 2004 og þar áttu þeir eitt lag. Ég náði í diskinn og hann er mjög góður. Soldið svona prog rock með löngum lögum, en mjög melódískt og flott. Fyrsta lag plötunnar er 9 mínútur að mig minnir og gæti verið lokalag plötunnar, er þannig fílingur yfir þvi, en maður er bara blekktur.
4. Zero 7-When it falls
Án vafa chillplata ársins frá hinum bresku Air. Air gáfu líka út plötu en Zero 7 gáfu út betri plötu. Þessi plata hentar t.d. frábærlega ef maður er að læra, eða er nýkominn í skólann, eldsnemma að fara að læra fyrir próf og vill hlusta á eitthvað þægilegt til að koma sér í gang.
3. Ed Harcourt-Strangers
Breski tónlistarsnillingurinn Ed Harcourt gaf út sína þriðju plötu á jafnmörgum árum. Hann spilar á öll hljóðfæri sjálfur og er víst ofvirkur í því að semja lög. Platan sýnir hversu fjölhæfur lagasmiður hann er og því til marks þá má segja að platan koveri allan tónlistarskalann í rokki, frá angurværum lögum yfir í mjög rokkuð lög.
2. Broken Social Scene-You forget it in people
Indie rokk ættað frá Kanada þar sem meðlimir koma úr hinum ýmsu hljómsveitum þar. Þessi plata er bæði með elektrónískskotin popplög og svo instrumental elektronisk lög og platan líður mjög vel áfram. Mæli eindregið með þessu.
1. Franz Ferdinand-Franz Ferdinand
Skosku stuðboltarnir gáfu út skothelda plötu, stútfulla af skosku grúvi og smellum sem koma manni í gott skap. Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessum gaurum, því byrjunin lofar mjög góðu.

Aðrar plötur sem komu út á árinu og voru góðar:
Jamie Cullum-Twenty Something
Breskur djasspíanisti og söngvari sem tekur þekkt lög og setur í djassbúning, perfect ef maður er að halda matarboð t.d.
Soulwax-Any minute now
Belgískir bræður sem eru kanski hvað þekktastir fyrir að mixa saman gömul og ný lög sem 2 many dj´s. Fyrsta platan var snilld, þessi er aðeins síðri en samt mjög góð.
Nick Cave-Abbatoir blues the lyre of orpheus
Tvöföld plata frá Cave sem inniheldur frekar trúuð lög. Mikil stemmning á plötunni.

Svo held ég að ég leggi ekki í það að velja lög ársins, það er hreinlega of erfitt en ég ætla samt að nefna nokkur í engri sérstakri röð.

Broken Social Scene - Almost crimes(radio kills remix)
Leak Bros - Gimmesumdeath, snillingurinn RJD2 pródúserar
Kanye West - Last Call, 12 mínútna lag sem lýsir ferli hans
Franz Ferdinand - Come on home
The Secret Machines - First wave intact
The Walkmen - The rat, hélt að þetta væri U2 og var sáttur við nýja stefnu þeirra, svo reyndist þetta ekki vera þeir, en lagið er gott.
Ed Harcourt - Let love not weigh me down
Modest mouse - Float on, án vafa einn helsti smellur ársins.
Zeljko Joksimovic & Ad Hoc Orchestra - Lane Moje, langbesta lag Eurovision keppnarinnar þetta árið, kemur frá Serbíu og Svartfjallalandi.
Bubbi - Fallegur dagur, gaman verður að sjá áframhaldandi samstarf Bubba og Barða í Bang gang, byrjunin lofar góðu.