Kennarafagnaður var í gær og hann var ekki viðburðarlítill. Áður en ég fór þá var ég pínu skeptískur á þetta því mér finnst ég ekkert þekkja kennarana neitt það mikið og svo allt í einu er veisla þar sem nemendur og kennarar eru allir pissfullir að skemmta sér saman. En þessi skeptismi minn var óþarfur því þetta var hin mesta skemmtun, ef frátalið er skemmtiatriði mastersnema sem var það lengsta í sögu skemmtiatriða. Maður er ansi oft á seinustu stundu með að finna hluti og þegar ég ætlaði að fara af stað þá fyrst fór ég að leita að salnum þar sem þetta átti að vera haldið. Leitaði á netinu en fann ekkert um þetta, vissi bara að þetta væri í Hamraborg. Þannig að ég keyrði í Hamraborg og þá var enginn vafi um hvar þetta var því í glugganum var svona jólaljósasería sem myndaði útlínur kúreka (þetta var salur línudansfélagsins) og því vissi ég að ég væri kominn á réttan stað. Við komuna fékk maður málshátt og átti að leysa hann til að finna sætið sitt. Ég leysti nokkra fyrir fólk sem var ekki visst á sínum en ég var ekki viss á mínum þannig að ég þurfti að beita útilokunaraðferð sem gekk bara vel.
Svo settust allir til borðs og ég var á mjög fínu borði og þekkti alla í kringum mig. Við vorum nýsest þegar ég fæ yfir mig hluta af fordrykknum sem hafði verið boðið upp á, þar sem Hrafn rakst í það og það datt á borðið og lak svo á mig. Góð byrjun á kvöldinu. Svo voru einhverjar ræður og svo kom að matnum. Þetta var hlaðborð sem veisluþjónustan kokkur án bumbu( munið eftir nafninu fyrir framhaldið af sögunni) sá um. Okkar borð var frekar snemma í röðinni og því fengum við að smakka á öllu sem þarna var, en það gilti ekki um þá sem komu síðast. Maturinn kláraðist áður en sumir fengu eitthvað að smakka. Það var víst búið að margspyrja kokkinn hvort þetta væri nóg og hann var á því. Spurning hvort hann sé í röngum atvinnugeira?. En honum til hróss var maturinn virkilega góður. Því var brugðið á það ráð að panta pizzur, svona til að fá vísindaferðafílinginn í þetta. Þannig að þarna vorum við 72 manneskjur í okkar fínasta pússi, sum með rauðvín eða hvítvín, að borða dómínóspizzur. Mörg skemmtiatriðana voru mjög skemmtileg, t.d. voru Ólafur Pétur Pálsson skorarformaður, og langfyllsti og skemmtilgasti maðurinn á svæðinu, ásamt Helga Þór með skemmtiatriði þar sem fengnir voru 6 nemendur og þeir áttu að hlaupa út í sal og ná í einhvern hlut af borðinu sem þeir sátu á. Á meðan þeir hlupu út í sal var einn stóll fjarlægður og einn datt út. Einn af hlutunum sem átti að sækja var brjóstarhöld og urðum við vitni að fljótasta úrklæðningu á brjóstarhöldum sem við höfðum séð, þar sem ein stelpan vippaði sér úr sínum á fáránlega stuttum tíma.
Svona um eitt leitið voru allir kennarar farnir nema Kristján Jónasson og frú sem tjúttuðu með okkur og enduðu á því að fara með okkur í eftirpartý til Tryggva og Þórhildar. Fá þau mikið credit fyrir það. Ég var nú ekki lengi í eftirpartíinu en þegar ég ætlaði að fara, fann ég bara annan skóinn minn, fyrir vinstri fót. Ekki langt frá honum var líka stakur skór fyrir hægri fót og var hann svipaður í laginu en ekki minn. Hann var meira að segja þrengri og minni en minn þannig að aðilinn sem hefur tekið óvitandi sitthvoran stakann skóinn hefur ekki verið að fatta þetta. Þannig að ég þurfti að fá lánað skó frá Tryggva svo ég kæmist nú heim.
Í heildina litið var þetta mjög gaman. Margir fyndnir hlutir gerðust og á þetta eflaust eftir að verða góð saga, þegar sagt verður frá því að kokkur án bumbu eldaði ekki nógan mat handa 72 manneskjum og að ég fór heim í lánuðum skóm með annan skóinn minn í hendi.
Svo settust allir til borðs og ég var á mjög fínu borði og þekkti alla í kringum mig. Við vorum nýsest þegar ég fæ yfir mig hluta af fordrykknum sem hafði verið boðið upp á, þar sem Hrafn rakst í það og það datt á borðið og lak svo á mig. Góð byrjun á kvöldinu. Svo voru einhverjar ræður og svo kom að matnum. Þetta var hlaðborð sem veisluþjónustan kokkur án bumbu( munið eftir nafninu fyrir framhaldið af sögunni) sá um. Okkar borð var frekar snemma í röðinni og því fengum við að smakka á öllu sem þarna var, en það gilti ekki um þá sem komu síðast. Maturinn kláraðist áður en sumir fengu eitthvað að smakka. Það var víst búið að margspyrja kokkinn hvort þetta væri nóg og hann var á því. Spurning hvort hann sé í röngum atvinnugeira?. En honum til hróss var maturinn virkilega góður. Því var brugðið á það ráð að panta pizzur, svona til að fá vísindaferðafílinginn í þetta. Þannig að þarna vorum við 72 manneskjur í okkar fínasta pússi, sum með rauðvín eða hvítvín, að borða dómínóspizzur. Mörg skemmtiatriðana voru mjög skemmtileg, t.d. voru Ólafur Pétur Pálsson skorarformaður, og langfyllsti og skemmtilgasti maðurinn á svæðinu, ásamt Helga Þór með skemmtiatriði þar sem fengnir voru 6 nemendur og þeir áttu að hlaupa út í sal og ná í einhvern hlut af borðinu sem þeir sátu á. Á meðan þeir hlupu út í sal var einn stóll fjarlægður og einn datt út. Einn af hlutunum sem átti að sækja var brjóstarhöld og urðum við vitni að fljótasta úrklæðningu á brjóstarhöldum sem við höfðum séð, þar sem ein stelpan vippaði sér úr sínum á fáránlega stuttum tíma.
Svona um eitt leitið voru allir kennarar farnir nema Kristján Jónasson og frú sem tjúttuðu með okkur og enduðu á því að fara með okkur í eftirpartý til Tryggva og Þórhildar. Fá þau mikið credit fyrir það. Ég var nú ekki lengi í eftirpartíinu en þegar ég ætlaði að fara, fann ég bara annan skóinn minn, fyrir vinstri fót. Ekki langt frá honum var líka stakur skór fyrir hægri fót og var hann svipaður í laginu en ekki minn. Hann var meira að segja þrengri og minni en minn þannig að aðilinn sem hefur tekið óvitandi sitthvoran stakann skóinn hefur ekki verið að fatta þetta. Þannig að ég þurfti að fá lánað skó frá Tryggva svo ég kæmist nú heim.
Í heildina litið var þetta mjög gaman. Margir fyndnir hlutir gerðust og á þetta eflaust eftir að verða góð saga, þegar sagt verður frá því að kokkur án bumbu eldaði ekki nógan mat handa 72 manneskjum og að ég fór heim í lánuðum skóm með annan skóinn minn í hendi.