A site about nothing...

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Það er ekki leiðinlegt að vera í skólanum á netinu þar og fletta í gegnum Q blaðið mitt og síðan niðurhala þeim diskum sem blaðið segir að séu eftirtektaverðir. Núna í fyrradag náði ég í eina 6 að ég held og er svona að hlusta á þá. Kem jafnvel með einhverja gagnrýni þegar ég hef hlustað nóg á þá. En svona við fyrstu sýn sýnist mér The Zutons vera helvíti magnaðir, en ég kem með gagnrýni seinna.
Djöfull eru Alias góðir þættir, vildi bara halda áfram að minna fólk á það.
Annars hef ég svosem ekki mikið meira að segja að svo stöddu, hef ætla að blogga um fullt í vikunni en gleymi því þegar ég sest fyrir framan tölvuna, týpiskt.