A site about nothing...

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Nú sér loksins fyrir enda á þessu framleiðsluferlisviku. Á morgun skilum við tilboðinu okkar í útboðið sem við bjuggum til og höldum fyrirlestur. Það ætti allt að vera komið varðandi þetta bæði, þarf bara aðeins að lesa betur um minn hluta svo ég lesi ekki algjörlega upp af blaðinu.
Að hlaupa apríl er eitthvað sem margir hafa gaman að láta aðra gera. Fréttamiðlar landsins eru alltaf með eitthvað og er það jafn misjafnt og fjölmiðlarnir eru margir. Mogginn var með ágætis glens og ágætlega trúverður um að Springsteen væri á landinu og myndi halda tónleika. Ég var svona frekar nývaknaður þegar ég las þetta og hugsaði með mér, já það væri nú kanski gaman að kíkja á þetta. Svo sá ég verðið sem skellt var á þetta en það var vonarglæta. Maður gat skráð sig á mbl.is og þá gæti maður unnið miða á tónleikana, að fara baksviðs á eftir og hitta Springsteen og fá einhverjar veitingar. Þetta svona kveikti grun minn og fyrir utan það að ALLT sem ég les á þessum degi tek ég með miklum fyrirvara. Svo sá ég í kvöld hvað aðrir fréttamiðlar höfðu reynt að plata fólk með. DV sem er skítasnepill var með lélegasta gabbið og ótrúlega ótrúverðugt. Elvis átti að hafa þiðist úr frystingunni sinni í Sviss eða eitthvað þegar rafmagnið fór þar af. Nú í tilefni af því að vera vaknaður af þessu langa svefni ákvað hann að skella sér til Íslands og taka lagið í Ölveri. Hversu slakt apríl gabb er þetta eiginlega?
Svo náði Sigurjón að gabba Káka og Káki að gabba Fjalarr. Sigurjón sendi Káka sms og reyndar Fjalarri líka en hann sá það ekki nógu snemma. Í sms-inu stóð að í Háskólabíói væru tónleikar með synfoníunni og einnig væri að gefa kökur og mjólk, ef ég heyrði þetta rétt. Káki hljóp apríl
Fjalarr fékk hringingu frá skrifstofu BT þar sem stúlkan þar tjáði Fjalarri að hann hefði unnið inn stafræna myndavél í SMS leik sem þeir væru með. Fjalarr var skeptískur á þetta en gat engan veginn fundið út hver stelpan var og ákvað því að kíkja á þetta "því" hann ætlaði hvort eð er að fara á MacDonalds. Nú Fjalarr fór í BT og vitaskuld vann hann ekki neitt. Káki hafði fengið systur sína til að gabba Fjalarr með sér og Fjalarr hljóp apríl.

Fyrst ég er búinn að vera að tala svona mikið um aprílgöbb og svona þá finnst mér við hæfi að enda þetta á ljóði eftir Andra Snæ sem er skemmtilega tvírætt.

1. apríl
mars búinn