A site about nothing...

mánudagur, apríl 12, 2004

Góndi soldið á sjónvarpið í kvöld. Sá klassískan þátt af Simpsons úr sjöundu seríu þar sem Hómer verður frægur fyrir það atriði sitt að stöðva fallbyssu með maganum og er þetta hluti af viðrinasýningu hljómleikaferðarinnar Hullabalooza. Gestaleikarar eru Cypress Hill, Smashing Pumpkins og Peter Frampton. Svo góndi ég á A guy thing. Dæmigerð svona rómantísk gamanmynd og allt í lagi sem slík. Innihélt flest allar klisjurnar og svona, t.d. þá klöppuðu allir þegar þau kysstust, sem mér finnst voða skrýtið að sé alltaf í myndum. Hvernig veit þetta fólk úti á götu að aðalparið í myndinni sem nær ekki saman fyrr en í lokin, að það sé ekki að ná saman fyrr en í lokin og afhverju eru allir að fylgjast með þeim? Ættu öllum ekki í rauninnni að vera alveg sama? En já þetta var bara pínu pæling, ágætis mynd til að horfa á mánudagskveldi.
Svo þegar henni lauk þá datt ég inn í lokin á The O.C. Þetta er þáttur sem maður ætti að fúlsa við, því það er ekki kúl að horfa á hann en ég stend mig að því að detta þvílíkt inn í hann, ef ég veit á annaðborð að hann sé í gangi, og horfa á hann. Hann verður einhvernveginn svona ávanabindandi, mjög furðulegt allt saman. Kanski léttur fortíðarfílingur úr Beverly Hills 90210, sem ég fílaði í ræmur á þeim tíma.
Seinast var svo horft á Survivor Allstars og Lex skeit upp á bak með ákvörðunatöku sinni í seinasta þætti. Mér fannst þetta eiginlega gott á hann þar sem hann sveik vin minn Colby og svo Ethan sem ég kunni ágætlega við. Nú vona ég bara að Boston Rob sem talar eins og hann sé alltaf nefmæltur (finn honum allt til foráttu, ég veit) vinni ekki, en hann er mjög sigurstranglegur, því miður.
Jáhá semsagt gott sjónvarpkveld að baki og líklega það seinasta í langan tíma, enda prófin á næsta leyti.