A site about nothing...

laugardagur, apríl 10, 2004

Subway bara komið aftur með chicken fajitas. Hér í árdaga subway á íslandi var chicken fajitas lang vinsælast og var oft uppselt, mér og eflaust fleirum til mikilla ama. Nú sökum þessara vinsælda ákvað subway bara að hætta að selja þetta, því hver vill selja eitthvað sem er fáránlega vinsælt og alltaf uppselt? En nú hafa þeir séð villu síns vegar og eru aftur komnir með þetta eftir margra ára bið. Annað sem er mjög skrýtið með Subway að kjúklingabringurnar hafa ekki verið til í einhverja mánuði núna. Spurning hvort þeir ætli að beita sömu taktík á þetta og hætta bara yfirhöfuð að selja kjúklingabringur því það er of vinsælt og svo eftir svona 3 ár eða eitthvað að koma aftur með þetta. Það verður fróðlegt að sjá.
Er í vinnunni sem stendur og búið að vera bara ágætt að gera. Útlendingar í miklum meirihluta og samkvæmt lauslegri könnun sem ég hef gert á þjóðerni viðskiptavinanna þá virðist það vera svo að það hafi verið farið sérferð til Íslands frá Ástralíu. Þeir frá Ástralíu hugsa líka mjög svipað því þónokkrir hafa komið hérna inn og spurt hvort við gætum hlaðið batteríið í stafrænu myndavélina þeirra eða hvort við seljum slíkt. Sniðugt að gleyma að hlaða vélina eða jafnvel hleðslutækinu þegar þú ferð til Íslands.
Man Utd greinilega ekki að spila vel á móti Birmingham, eru 1-0 undir og hafa átt 1 skot í átt að marki á meðan Birmingham hafa átt 6 skot og eitt mark. Maður hefði haldið að sigurinn gegn Arsenal hefði kveikt í þeim en það er spurning hvort svo sé. Þeir verða að vinna ef þeir ætla ekki að lenda í fjórða sæti eða verra.